18.9.2016 | 10:50
800 þúsund og til hvers ?
Það væri fróðlegt að sjá og heyra rökin fyrir þessari ályktun. Af hverju ætli þau velji töluna 800 þúsund frekar en einhverja aðra tölu,t,d, 700þ eða 900þ eða 1 milljón,kannski 1200þ eða jafnvel 1500þ. Hvað getur þetta verið annað en populismi og lýðskrum að koma með svona hugmynd. Mér finnst þetta algjörlega vanhugsað hjá Bjartri Framtíð. Það væri líka gaman að sjá hvers konar fjölgun flokkurinn á við. Á að moka hér inn flóttafólki eða á að hvetja þá sem byggja þetta land núna að búa til fleiri einstaklinga,fleiri börn?. Hvar á síðan að koma þessum aukna fjölda fyrir þar sem fjölgunin yrði 467 þúsund en íbúar landsins eru núna 333 þúsund. Þetta er töluvert meiri fjöldi en býr á Íslandi nú þegar. Þau hjá Bjartri Framtíð hafa greinilega ekki hugsað málið til enda.
Vilja að Íslendingar verði 800 þúsund | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Um bloggið
Ármann Birgisson
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (21.11.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 1
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 1
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.