5.2.2015 | 20:19
Allt reynir Bandaríkjastjórn,
til að finna eitthvað á Rússana og nú þetta að Pútín sé með Asperger heilkennið og þeir segjast hafa fundið þetta út með því að skoða myndbandsupptökur, þetta er nú farið að vera svolítið hlægilegt. Síðast átti Pútín að vera með krabbamein en reyndist í raun alheilbrigður. Kaninn hagar sér eins og fálmandi kakkalakki í myrkri í leit sinni að einhverju neikvæðu á Pútín. Hvað skildi þeim detta næst í hug ,að Snowden sé einhverfur eða hommi?, maður bara spyr sig.
Er Pútín með Aspergers? | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Um bloggið
Ármann Birgisson
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.11.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 1
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 1
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Það er mikið hneyksli að öllu sem sagt er skuli ekki vera trúað, en það sem aldrei er sagt er þó stundum sannleikur.
Hrólfur Þ Hraundal, 5.2.2015 kl. 21:09
Ég lít á þessa sjúkdómsgreiningu um Pútín sem algjört bull og sérstaklega þegar það kemur frá Bandaríkjastjórn. Pútín er óvinsæll á því stjórnarheimilinu vegna þess að hann beygir sig ekki í duftið fyrir þeim. Það gera hins vegar margir vestur Evrópuleiðtogar,skíthræddir við Kanann.
Ármann Birgisson, 5.2.2015 kl. 21:26
Hvernig í veröldinni kemstu að þeirri niðurstöðu að það sé neikvætt að vera einhverfur?
Bæði Bill Gates forstjóri Microsoft og Steve Jobs heitinn fyrrum forstjóri Apple eru/voru einhverfir.
Ég lít á þessa skýrslu sem fjöður í hatt Pútíns, frekar en nokkuð sem geti talist neikvætt.
Tek það fram að þessi nálgun mín hefur ekkert að gera með hugsanlegar skoðanir mínar á Pútín sjálfum. Hann er að sjálfsögðu þaulsjóaður rússneskur leyniþjónustumaður og bera að taka honum með þeim fyrirvara sem því fylgir. Það hefur hinsvegar ekkert að gera með hvort hann sé einhverfur eða ekki.
Það er mjög mikilvægt að við útrýmum öllum fordómum gegn einhverfum. Þeir sem hafa slíka persónugerð eru ekki vont fólk heldur er það oftar en ekki mjög hæfileikaríkt. Engum ætti að dyljast að Pútín er einmitt mjög hæfileikaríkur, hvað svo sem mönnum finnst um það hvernig hann beitir þeim hæfileikum.
Guðmundur Ásgeirsson, 5.2.2015 kl. 22:13
Ég komst ekki að þessari niðurstöðu Guðmundur. Það stendur í fréttinni að Bandaríkjastjórn heldur þessu fram með Pútín, lastu ekki fréttina?. HÉR KEMUR BÚTUR ÚR FRÉTTINNI. Samkvæmt frétt SKY NEWS er skýrslan skrifuð árið 2008 og er þar Asperger-heilkenninu lýst sem andlegum kvilla,tengdum einhverfu,sem hefur áhrif á alla ákvörðunartöku.
Ármann Birgisson, 5.2.2015 kl. 22:35
Vissulega hefur einhverfa áhrif á ákvarðantöku.
Það gera líka allar mismunandi persónugerðir.
Stundum til hins betra og stundum til hins verra.
Siðblindir persónuleikar taka til dæmis oft ákvarðanir sem eru kannsi þeim sjálfum til hagsbóta en eru mjög slæmar fyrir alla aðra í kringum þá. Þetta er bara sett fram til að nefna dæmi.
Hvar kom það annars fram að einhverfa hefði endilega neikvæð áhrif á ákvarðanatöku? Þvert á móti geta þau áhrif stundum verið jákvæð, eins og fjölmörg dæmi sanna.
Þess vegna áskil ég mér fullan rétt til þess að vera ósammála þeirri ályktun að einhverfa sé endilega neikvæð.
Við lifum á 21. öldinni ekki satt? Fordómar líðast ekki á þeirri öld.
Guðmundur Ásgeirsson, 6.2.2015 kl. 00:36
Kvilli hlýtur að teljast neikvæður og líka ef hann tengist einhverfu. Annars er ég smá hissa á að þú skulir hanga svona á þessu Guðmundur. Aðalatriðið hjá mér er að benda á þvæluna í Bandaríkjastjórn.
Ármann Birgisson, 6.2.2015 kl. 16:12
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.