9.8.2014 | 21:34
Farið nú rétt með nöfnin fréttafólk.
Maður sér alltaf nýjar útgáfur af staðarnöfnum í fréttunum frá Úkraínu og svo virðist sem fréttafólkið á mbl.is nenni ekki að afla sér upplýsinga um hvernig þetta er skrifað eða borið rétt fram. Það nýjasta er Lúahans. Ég vil aðstoða ykkur aðeins. Sýslurnar og borgirnar þar sem barist er um þessar mundir heita Lúgansk og Donétsk og sýslan fyrir norðan Donétsk heitir Kharkov. Borgirnar bera sömu nöfn og sýslurnar vegna þess að þar er stjórn hverrar sýslu en þó er það ekki allstaðar þannig. Borgin þar sem barist var fyrir stuttu síðan heitir Maríjúpol en hún er í Donétsk sýslu.
Mannfall eykst í austurhluta Úkraínu | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Um bloggið
Ármann Birgisson
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.11.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 1
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 1
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Næst ætlarðu víst að halda því fram, að Rússlandsforseti heiti ekki Valdimar Valdimarsson og að rússneski forsætisráðherrann heiti ekki Dimmítur Önnutólsson frá Lenínborg.
Aztec, 9.8.2014 kl. 22:47
Hvaða útúrsnúningur er nú þetta Pétur? þú ert greinilega tekinn við af Maríu
Ármann Birgisson, 10.8.2014 kl. 11:30
Ég einfaldlega þýddi þessi nöfn beint úr Rússnesku, þá koma þau svona út.
Ármann Birgisson, 10.8.2014 kl. 11:45
Hvaða, hvaða, Ármann. Hélztu að mér hafi verið alvara? Skilurðu ekki að þetta ver kaldhæðni hjá mér og ég hafi verið sammála þér? Ég hefði getað sett broskall, en þá þyrfti ég að opna þessa síðu í IE og breyta stillingum, því að það er ekki boðið upp á broskalla í Google Chrome á blogginu (með núverandi stillingum) og það er of mikið vesen. En þá hefðirðu etv. getað séð grínið.
Þú hlýtur að vita það, að ég er manna ötulastur við að gagnrýna íslenzka fjölmiðla fyrir að nota íslenzkun eða brenglun á erlendum sérnöfnum í hégómlegum tilgangi. En í raun er föðurnafn Putins "Vladimirovitch" og föðurnafn Medvedevs er "Anatolyvitch" og það á auðvitað ekki að þýða þetta yfir á íslenzku.
Aztec, 10.8.2014 kl. 13:44
Úffffff hvað ég er feginn. Ég hélt að þú værir að meina í alvöru og var bara gráti næst en af hverju ætti ekki að þýða nöfnin yfir á Íslensku alveg eins og að það er alltaf verið að þýða yfir á ensku?
Ármann Birgisson, 10.8.2014 kl. 20:40
Það er engin ástæða til að apa eftir ósiðum annarra þjóða, en gjarnan apa eftir þeim hluti sem eru skynsamlegir. Því miður er þessu þveröfugt farið. Ósiðirnir eru teknir upp + heimasmíðaðir ósiðir, til dæmis er séríslenzka efnahagsstjórnin sem hefur verið við lýði sl. 70 ár grátlega heimskuleg. Þess vegna er íslenzka þjóðin í dag með rassgatið í vatnsskorpunni. Þar hefði matt apa eitthvað eftir öðrum ríkjum.
Aztec, 11.8.2014 kl. 19:24
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.