25.2.2017 | 21:48
Lekavandamál.
Myndin sem fylgir fréttinni sýnir ekki myglusvepp,hún sýnir rakaskemmdir vegna vatns sem hefur komist inn í vegginn annað hvort frá lekri lögn eða utan frá. Einangrun að innan þarf ekki endilega að vera vandamálið þegar kemur að leka og myglusvepp. Það er vatnið sem kemst inn sem er vandamálið og hvernig kemst það inn?. Það virðist gleymast í umræðunni að lekavandamál verða oft út af gömlum og fúnum gluggakörmum og einnig Þegar girðið undir gluggapóstinum ryðgar í sundur, þá á vatnið greiða leið undir gluggann og inn og rennur síðan inn undir einangrunina og niður á gólf. Þetta þarf ekki að vera mikill leki en nóg til þess að málningin byrjar að bólgna og myglusveppur getur myndast innan á veggjunum og oft meðfram gólfum. Annað vandamál er að vatnslásar á plötuskilum eru ekki rétt mótaðir sem verður til þess að vatnið kemst inn. Að einangra hús að innan er ekki ávísun á að veggurinn haldi ekki vatni. Einangrun að utan er samt betri kostur þegar vernda á steypuna fyrir veðuráhrifum. Frost-þýðu áhrifin ná ekki inn að veggnum og stoppa í einangruninni utan á veggnum sem líður best í hitanum innan frá.
![]() |
Vandamálið er hinn íslenski útveggur |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Breytt 26.2.2017 kl. 01:33 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Bloggfærslur 25. febrúar 2017
Um bloggið
Ármann Birgisson
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (13.9.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 2
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 2
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar