3.7.2015 | 22:42
Endalaus yfirgangur hjá Reykjavíkurborg.
Þarna hafa þeir sem ráða þessum málum hjá borginni séð tækifæri til að ná í meiri peninga af borgarbúum. Sorplosun á 14 daga fresti þýðir að fólk þarf að fjölga hjá sér tunnum með tilheyrandi aukakostnaði. Sem dæmi þá þarf í blokkinni þar sem ég bý að fjölga um tvær tunnur eða ker sem eru stærri gerðin af tunnum og borgin rukkar um 53000 krónur á ári fyrir stykkið. Þeir hjá borginni spá greinilega ekki í að því lengur sem sorpið er í tunnugeymslunni því meiri hætta er á að vond lykt myndist. það væri líka forvitnilegt að sjá hvernig á að framkvæma þetta með plastið því fólk mun halda áfram að henda sorpi í plastpokum í gráu tunnurnar. Þau hjá Borginni setja reglurnar,svona skal þetta vera, þið borgarbúar hafið engan andmælarétt, verið bara stillt og þæg og BORGIÐ.
![]() |
Sorpið sótt á 14 daga fresti |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Bloggfærslur 3. júlí 2015
Um bloggið
Ármann Birgisson
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (18.9.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 1
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 1
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar