29.5.2016 | 21:06
Alltaf önnur hliðin.
Það er sama hve oft maður les fréttirnar frá átökunum í austur Úkraínu hér á Íslenskum miðlum,alltaf er fjallað um aðra hlið málsins. Aðeins er leitað til Úkraínskra yfirvalda og þau spurð um hver átti upptökin þegar bardagar blossa upp og þau kenna að sjálfsögðu Aðskilnaðarsinnum og Rússum um að eiga upptökin. Vestrænir fjölmiðlar lepja svo upp það sem stjórnvöldin í Kíev segja og það er birt í fréttunum. Hvernig væri ef fréttamenn Íslenskra fréttamiðla leituðu eitthvað lengra og myndu afla sér upplýsinga um hvað hinn aðilinn hefur að segja um málið og stöðuna yfirleitt. Ég var á Donbass átakasvæðinu í austur Úkraínu nú í byrjun mánaðarins og ég komst að því að íbúar svæðisins hafa líka sína skoðun á stöðu mála en sú skoðun má greinilega ekki koma fram. Aðskilnaðarsinnar eru og verða slæmi aðilinn í þessum átökum samkvæmt vestrænum fjölmiðlum.
![]() |
Fimm úkraínskir hermenn féllu |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Breytt 31.5.2016 kl. 19:11 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
18.5.2016 | 22:32
Molna ? ? ?.
Höfuðið var ekki byrjað að molna. Það væri forvitnilegt að vita ástæðu þess hvers vegna höfuðið molnaði ekki.
![]() |
Fundu mannshöfuð í námu |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
18.5.2016 | 13:28
Nato er hættulegt.
NATO tók ekki herstöðvar sínar burt frá Evrópu eins og Rússar gerðu þegar allir héldu að kaldastríðið væri á enda heldur fjölgar NATO stöðvum sínum og fara nær og nær Rússlandi og halda því svo fram að Rússar séu að ógna og að þeir séu hættulegi aðilinn. Bandaríkin hafa því enn ekki hætt kaldastríðinu. Bandarískir ráðamenn halda líka fram stanslausum áróðri gegn Rússum og að Pútín sé hættulegur og að Rússar séu hinir verstu vargar. Ástæðan fyrir því hvernig Bandarískir ráðamenn hafa hagað sér gegn Rússum í gegnum tíðina er sú að þeir ÁSÆLAST Rússland vegna náttúruauðlinda þess og stærðar. Rússland er 17 miljónir ferkílómetrar að stærð og oft hefur heyrst að Síbería fljóti á olíu svo miklar séu olíulindirnar. þar finnast líka önnur jarðefni eins og dýrir málmar, demantar, kol, og svo auðvitað verðmætið í landinu sjálfu. Rússland er líka með gríðarlega langa strandlengju að Norður Íshafinu sem þýðir að Rússar eiga mikil réttindi þar. Það yrði því mikill fengur fyrir Bandaríkin að komast yfir Rússland.
![]() |
Spáir stríði við Rússland |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Breytt s.d. kl. 13:49 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
Um bloggið
Ármann Birgisson
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (15.9.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 1
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 1
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar